Fótbolti

Sjáðu til­þrif Orra og mörkin sem komu City og Real á­fram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vinicius Junior fagnar hér marki sínu fyrir Real Madrid í gærkvöldi. Það reyndist á endanum vera munurinn á liðunum tveimur í einvíginu.
Vinicius Junior fagnar hér marki sínu fyrir Real Madrid í gærkvöldi. Það reyndist á endanum vera munurinn á liðunum tveimur í einvíginu. AP/Manu Fernandez

Manchester City og Real Madrid komust í gærkvöldi í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta og nú má sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Visi.

Öll mörkin komu í fyrri hálfleik þegar Manchester City vann 3-1 sigur á FC Kaupmannahöfn á Etihad leikvanginum og þar með 6-2 samanlagt.

Orri Steinn Óskarsson lagði upp marka danska liðsins fyrir Mohamed Elyounoussi með laglegri hælspyrnu en mörk Manchester City skoruðu Manuel Akanji, Julian Alvarez og Erling Braut Haaland.

Alvarez lagði upp fyrsta markið sem Akanji skoraði með glæsilegu viðstöðulausu skoti eftir hornspyrnu. Haaland afgreiddi sitt færi eftir frábæra langa sendingu frá Rodri. Alvarez skoraði með þrumuskoti en það fór líka i gegnum Kamil Grabara markvörð.

Klippa: Mörkin úr leik Man. City og FCK

Real Madrid slapp í gegn eftir 1-1 jafntefli á móti RB Leipzig á Santiago Bernabéu en Real vann fyrri leikinn 1-0 í Þýskalandi.

Vinícius Júnior kom Real Madrid í 1-0 í síðari hálfleiknum með laglegu skoti eftir stoðsendingu frá Jude Bellingham og enn Willi Orbán jafnaði metin fyrir skömmu síðar með skalla.

Leipzig skapaði sér fleiri færi en Real í fyrri hálfleik og vantaði bara eitt mark í viðbót til að koma leiknum í framlengingu. Það kom ekki og Real slapp með skrekkinn.

Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr leikjunum tveimur.

Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Leipzig



Fleiri fréttir

Sjá meira


×