Fótbolti

Dreginn til skiptis inn og út af vellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fótboltamaður liggur meiddur á vellinum. Það er aldrei hægt að sanna alvarleika meiðsla á staðnum og sumir nýta sér þetta til að tefja leikinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Fótboltamaður liggur meiddur á vellinum. Það er aldrei hægt að sanna alvarleika meiðsla á staðnum og sumir nýta sér þetta til að tefja leikinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Elianton

Einhverjir vilja halda því fram að leiktöf sé ákveðin útgáfa af list. Þeir eru þó ekki mjög margir enda að flestra mati það leiðinlegasta við íþróttirnar.

Fáránleikinn var kannski fullkomnaður í uppbótaleik Botafogo og Fluminense í efstu deild í Brasilíu um helgina.

Botafogo var 3-2 yfir í leiknum í uppbótartíma þegar varamaðurinn Yarlen meiddist við endalínuna.

Yarlen lá í grasinu en utan vallar. Liðsfélagi hans kom þá hlaupandi og dró hann aftur inn á völlinn.

Þá komu markvörður og varnarmaður Fluminense og drógu hann aftur út af vellinum. Þá ákvað varamaður Botafogo, sem var að hita upp, að ýta Yarlen aftur inn á völlinn.

Yarlen vissi varla hvað var eiginlega í gangi.

Leikurinn fór nú aftur í gang og Botafogo innsiglaði sigur sinn með fjórða markinu. Það mark skoraði Emerson á tíundu mínútu í uppbótartíma.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu fáránlega atviki og það vantar bara lagið hans Benny Hill undir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×