Innlent

Tíðinda­laust á gos­stöðvunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mynd úr safni af hrauninu úr síðasta eldgosi.
Mynd úr safni af hrauninu úr síðasta eldgosi. RAX

Það hefur verið rólegt yfir öllum mælum Veðurstofunnar á gosstöðvunum á Reykjanesi í nótt. 

Salóme Jórunn Bernharðsdóttir segir tíðindalítið af svæðinu. Skjálftar hafa verið fáir, eða rétt um tíu skjálftar á umbrotasvæðinu í nótt.

Hún hún segir að líklega muni það taka um þrjá daga frá því kvikuhlaupið varð á laugardag uns sömu stöðu er náð í kvikusöfnun undir Svartsengi. Þá segir Salóme að einnig hafi vaknað spurningar um hvort einhverjar breytingar hafi orðið á kerfinu sem slíku þegar kvikan hljóp síðast.

Það verði hinsvegar að koma í ljós síðar. 


Tengdar fréttir

Tíu milljónir rúmmetra af kviku

Rólegt hefur verið yfir Reykjanesi í dag. Enn eru þó miklar líkur á að af eldgosi verði og er kerfið tilbúið í gos og heldur kvikumagn áfram að aukast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×