Fótbolti

Dómgæsluráðgjafinn segir að dómarinn hafi gert mis­tök fyrir sigur­mark Liverpool

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mark Clattenburg segir að dóamrinn í leik Nottingham Forest og Liverpool hafi gert mistök í aðdraganda sigurmarks gestanna.
Mark Clattenburg segir að dóamrinn í leik Nottingham Forest og Liverpool hafi gert mistök í aðdraganda sigurmarks gestanna. Shaun Botterill/Getty Images

Mark Clattenburg, fyrrverandi dómari í ensku úrvalsdeildinni og nýráðinn dómgæsluráðgjafi Notteingham Forest, segir að Paul Tierney hafi gert mistök í aðdraganda sigurmarks Liverpool gegn Forest.

Darwin Nunez tryggði Liverpool dramatískan 0-1 sigur gegn Nottingham Forest í gær með marki á níundi mínútu uppbótartíma, tæpri mínútu eftir að uppgefinn uppbótartími var liðinn.

Eins og gefur að skilja fögnuðu leikmenn og stuðningsmenn Liverpool markinu vel og innilega, en Clattenburg segir að Tierney hafi gert afdrifarík mistök í aðdraganda marksins.

Tæpum tveimur mínútum fyrir markið hlaut Ibrahima Konate, varnarmaður Liverpool, höfuðmeiðsli og þurfti aðhlynningu. Heimamenn í Nottingham Forest voru með boltann þegar leikurinn var stöðvaður, en þegar leikurinn fór af stað á ný byrjaði Caoimhin Kelleher, markvörður Liverpool með boltann. Einni mínútu og fimmtíu sekúndum síðar skoraði Nunez sigurmark Liverpool.

„Nottingham Forest átti að byrja með boltann.“ sagði Clattenburg í samtali við BBC í gær. „Ef dómarinn stöðvar leikinn á liðið sem var með boltann þegar hann var stöðvaður að byrja aftur með hann. Það var Forest í þessu tilviki.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×