Fótbolti

Fyrr­verandi þjálfari kín­verska lands­liðsins í lífs­­tíðar­fangelsi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Li Tie Li stýrði landsliði Kína frá 2019 til 2021.
Li Tie Li stýrði landsliði Kína frá 2019 til 2021. Christopher Pike/Getty Images

Hinn kínverski Li Tie hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í heimalandi sínu fyrir að hagræða úrslitum knattspyrnuleikja þar í landi sem og múta fólki til að komast í þjálfarastól kínverska landsliðsins. Hann lék með Everton á Englandi frá 2002 til 2006.

Frá þessu var upphaflega greint í kínverskum fjölmiðlum og síðar rataði það í enska fjölmiðla, þar á meðal Daily Mail og The Mirror. Þar segir að hinn 46 ára gamli Li hafi endað knattspyrnuferilinn í heimalandinu og hafi stýrt karlalandsliðinu eftir að góða byrjun á þjálfaraferlinum.

Ári eftir að Li lét af störfum tilkynnti ríkissaksóknarinn að þjálfarinn fyrrverandi væri grunaður um að taka við mútum sem og að greiða þær. Hann viðurkenndi síðar meir að hafa hagrætt leikjum þegar hann var enn að spila og greitt alls 58 milljónir íslenskra króna til að komast í landsliðsþjálfarastólinn.

„Mér þykir það mjög leitt, ég hefði átt að halda haus og fylgja réttum boðleiðum. Á þessum tíma voru þetta hlutir sem voru taldir eðlilegir í fótbolta. Að ná árangri með þessum hætti gerði mig óþolinmóðan og æstan í að ná árangri strax.“

Li er ekki eini maðurinn sem var dæmdur í fangelsi vegna málsins. Chen Xuyuan, fyrrverandi formaður kínverska knattspyrnusambandsins, hefur verið dæmdur í 15 ára fangelsi. Du Zhaocai, núverandi varaformaður sambandsins, hefur samkvæmt fréttum verið dæmdur í 13 ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×