Íslenski boltinn

Guðni og Vignir með svipað fylgi | Gæti þurft að kjósa tvisvar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Litlu munar á þeim Guðna og Vigni í könnun íþróttadeildar.
Litlu munar á þeim Guðna og Vigni í könnun íþróttadeildar.

Formannsframbjóðendur KSÍ voru í Pallborði dagsins á Vísi og í þættinum var birt niðurstaða könnunar íþróttadeildar meðal aðildarfélaga KSÍ. Það er að segja þeirra sem munu kjósa á ársþinginu á laugardag.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íþróttadeild stendur fyrir álíka könnun í aðdraganda ársþings hjá KSÍ og vekur athygli að færri kusu að taka þátt en áður.

Hátt í 40 prósent aðildarfélaga gáfu Vísi upp atkvæðin sín og má lesa margt áhugavert úr þessum niðurstöðum.

Fyrir það fyrsta þá virðist kjörið vera tveggja hesta hlaup á milli Guðna Bergssonar og Vignis Más Þormóðssonar. Þorvaldur Örlygsson á undir högg að sækja.

Óvenju margir eru síðan óákveðnir. Með öllum þessum óákveðnu og öllum þeim sem kusu að svara ekki þá er morgunljóst að þetta kapphlaup er galopið og spennandi.

Ef niðurstaða kjörsins verður í takti við þessa könnun er ljóst að það mun þurfa tvær umferðir í formannskjörinu.

Það þarf nefnilega að fá meirihluta atkvæða til þess að vera réttkjörinn formaður. Ef þessi könnun gengur eftir þá myndi Þorvaldur detta út eftir fyrstu umferð og yrði þá kosið upp á nýtt milli þeirra Guðna og Vignis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×