Innlent

Bjarni segir Pútín bera á­byrgð á andlátinu

Jón Þór Stefánsson skrifar
„Pútín og rússnesk stjórnvöld bera endanlaga ábyrgð á andláti hans,“ segir Bjarni á samfélagsmiðlinum X.
„Pútín og rússnesk stjórnvöld bera endanlaga ábyrgð á andláti hans,“ segir Bjarni á samfélagsmiðlinum X. Vísir/Arnar/EPA

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir andláti Alexei Navalní, eins helsta pólitíska andstæðings Rússlandsforseta.

„Það hryggir mig að heyra af fráfalli Alexei Navalní og ég votta fjölskyldu hans og stuðningsmönnum hans af einlægni samúð mína. Pútín og rússnesk stjórnvöld bera endanlega ábyrgð á andláti hans,“ segir Bjarni á samfélagsmiðlinum X.

Greint var frá andláti Navalní í dag, en hann er sagður hafa dáið í fangelsi vegna veikinda.

Í frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að Navalní hafi misst meðvitund í morgun eftir göngutúr og að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur.

Navalní, sem var 47 ára gamall, var dæmdur í nítján ára fangelsi síðastliðið sumar. Sakarefnið var að stofna og fjármagna öfgasamtök.


Tengdar fréttir

Navalní sagður hafa dáið í fangelsi

Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútin, forseta Rússlands er dáinn. Hann lést í fangelsi og er hann sagður hafa dáið vegna veikinda.

Sterk til­hneiging and­stæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram

Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega.

Úkraínumenn að hörfa frá Avdívka

Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá borginni Avdívka eða hluta hennar, í austurhluta Úkraínu, eftir umfangsmiklar árásir Rússa á borgina frá því í október. Skotfæraleysi hefur leikið úkraínska hermenn grátt á undanförnum vikum en Úkraínumenn eru sömuleiðis sagðir glíma við skort á hermönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×