Sport

Jóhanna Elín í 36. sæti á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir er að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti.
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir er að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. SSÍ

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, keppti í morgun á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug sem fram fer í Doha.

Jóhanna Elín keppti í 50 metra flugsundi í morgun og kom í mark á 28,19 sekúndum.

Hún varð í 36. sæti af 57 keppendum. Þetta var hennar fyrsta sund á heimsmeistaramóti.

Jóhanna keppir svo í 50 metra skriðsundi í fyrramálið en hún er eini keppandi Íslands á mótinu.

Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir munu ekki keppa á HM að þessu sinni heldur einbeita sér að æfingum og undirbúningi fyrir EM í 50 metra laug í júní og Ólympíuleikum sem hefjast í París í júlí.

Jóhann Elín tryggði sér B- lágmark fyrir HM þegar hún keppti á svissneska meistaramótinu síðastliðið sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×