Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3
Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um heitavatnsleysið á Suðurnesjum eftir að hraunstraumurinn eyðilagði lögnina í gær. 

Vel hefur gengið í nótt að tengja inn á nýju lögnina sem var tilbúin og ríkir bjartsýni um að hiti komist á kerfið í dag eða í kvöld. 

Þá heyrum við í Suðurnesjamönnum sem sváfu í köldum húsum sínum í nótt. 

Að auki tökum við stöðuna á gosinu sem hófst í gærmorgun en verulega virðist hafa dregið úr því í nótt. 

Í íþróttapakkanum verður síðan meðal annars fjallað um óvænt vistaskipti Dags Sigurðssonar sem er hættur með japanska landsliðið í handbolta en hann mun samkvæmt heimildum vera að taka við landsliði Króatíu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×