Erlent

Selenskí vék yfirherforingja úr starfi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Valerí Salúsjní hafði farið fyrir úkraínska hernum síðan innrás Rússa hófst.
Valerí Salúsjní hafði farið fyrir úkraínska hernum síðan innrás Rússa hófst. AP

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur vikið Valerí Salúsjní yfirmanni úkraínska hersins úr starfi.

Þetta kemur í kjölfar þess að Úkraínuforseti tilkynnti umfangsmiklar breytingar á ríkisstjórn og herstjórn landsins í því skyni að hleypa nýju lífi í varnir Úkraínumanna.

Einnig hafa reglulega borist fregnir af spennu milli Selenskí og Salúsjní. Þessa spennu má rekja til gagnsóknar Úkraínumanna. Úkraínumenn náðu ekki markmiðum sínum að skera á birgðalínur Rússa og Salúsjní srkrifaði í kjölfarið grein sem birtist í Economist sem féll ekki í kramið hjá Selenskí.

Selenskí birti færslu á samfélagsmiðilinn X þar sem hann þakkaði Salúsjní fyrir þjónustu sína í þágu varnar Úkraínu.

Stuttu seinna tilkynnti Selenskí að hann hafði útnefnt Oleksandr Sírskí, leiðtoga landhers Úkraínu, nýjan yfirmann heraflans.

Salúsjní nýtur gríðarlegra vinsælda meðal Úkraínumanna og er Selenskí jafnvel sagður líta á herforingjann sem mögulegan pólitískan andstæðing.


Tengdar fréttir

Ætlar að gera breytingar á ríkisstjórn og herstjórn

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður íhuga umfangsmiklar breytingar á bæði ríkisstjórn sinni og stjórn herafla Úkraínu. Markmiðið er að hleypa nýju lífi í varnir Úkraínumanna um tveimur árum eftir að innrás Rússa hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×