Innlent

Hádegisfréttatími vegna eldgossins í heild sinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristján Már Unnarsson fréttamaður okkar verður í beinni útsendingu frá gosstöðvunum í tímanum klukkan tólf.
Kristján Már Unnarsson fréttamaður okkar verður í beinni útsendingu frá gosstöðvunum í tímanum klukkan tólf. Vísir/KMU

Eldgos hófst upp úr klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Hraun náði Grindavíkurvegi á ellefta tímanum.

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar verður með fréttatíma í sjónvarpi og opinni dagskrá klukkan tólf á hádegi. Hægt verður að horfa á tímann á Vísi, Stöð 2 og hlusta á Bylgjunni.

Í tímanum verður rætt við helstu sérfræðinga, Grindvíkinga, ferðamenn og staðan tekin á gosstöðvunum í beinni útsendingu.

Að neðan má sjá frétt Vísis með fréttavakt frá því að gosið hófst í morgun.

Uppfært: Hádegisfréttatímanum er lokið. Upptaka verður aðgengileg á Vísi innan skamms en sjónvarpsáhorfendur geta spólað til baka í tækjunum sínum á Stöð 2.


Tengdar fréttir

Vaktin: Hraunið hefur náð Grinda­víkur­vegi

Eldgos hófst klukkan sex í morgun, fimmtudag,  í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×