Innlent

Dr. Bjarki Þór ráðinn að­stoðar­maður Guð­mundar Inga

Árni Sæberg skrifar
Dr. Bjarki Þór er nýr aðstoðarmaður Guðmundar Inga.
Dr. Bjarki Þór er nýr aðstoðarmaður Guðmundar Inga. Stjórnarráðið

Dr. Bjarki Þór Grönfeldt hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Bjarki Þór hafi lokið doktorsprófi í stjórnmálasálfræði við Háskólann í Kent í Englandi, en hann sé jafnframt með meistaragráðu í faginu frá þeim háskóla. BS-námi sínu í sálfræði hafi hann lokið við Háskólann í Reykjavík. Bjarki sé stúdent frá Menntaskóla Borgarfjarðar.

Meðfram doktorsnáminu í Kent hafi Bjarki kennt sálfræði og tölfræði á bæði grunn- og meistarastigi. Frá lokum doktorsprófs hafi Bjarki starfað við kennslu og rannsóknir við Háskólann á Bifröst en muni fara í leyfi á meðan hann gegnir starfi aðstoðarmanns.

Bjarki sé fæddur árið 1994 og hafi alist upp á Brekku í Norðurárdal og hafi í gegnum tíðina búið í Borgarfirði, Reykjavík og Canterbury í Englandi.

Bjarki hafi gengt ýmsum trúnaðarstörfum í félagsmálum frá unga aldri. Hann hafi meðal annars verið aðalritari Ungra vinstri grænna, ritstjóri Háskólablaðs HR og forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis. Í dag sitji hann í stjórnum Menntaskóla Borgarfjarðar og Menningarsjóðs Borgarbyggðar, ásamt því að gegna formennsku í Atvinnuleysistryggingasjóði.

Bjarki sé í sambandi með Daníel Jakobssyni landslagsarkitekt.

Leysir Ólaf Elínarson af

Í tilkynningu er ekkert minnst á það hvern Bjarki Þór leysir af hólmi, en ráðherrar eru flestir með tvo aðstoðarmenn. 

Ólafur Elínarson, fyrrverandi aðstoðarmaður, segir í samtali við Vísi að hann hafi látið af störfum sem slíkur í desember. Nú sé hann upplýsingafulltrúi hjá Carbfix. Hann sé þannig kominn aftur í loftslagsmálinu, þar sem ástríðan liggi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×