Innlent

Bein út­sending: Á­hersla á hreyfingu fatlaðra og Lífs­hlaupið opnað

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lífshlaupið hefst í dag.
Lífshlaupið hefst í dag. Landlæknir

Endurskoðuð útgáfa opinberra ráðlegginga um hreyfingu og takmörkun kyrrsetu fyrir Ísland verður kynnt klukkan 12 hjá embætti landlæknis. Samhliða verður Lífshlaupið 2024 opnað.

Helsta breyting frá fyrri ráðleggingum er meðal annars að nú eru ráðleggingar fyrir fatlað fólk sérstakur liður í útgáfunni. Fram kemur í tilkynningu frá landlækni að fatlaðir geti af ýmsum ástæðum átt erfiðara með að stunda hreyfingu en ófatlaðir. 

Til að mynda stunda aðeins 4 prósent fatlaðra barna reglulegar íþróttir innan íþróttahreyfingarinnar, sem er margfalt lægra hlutfall en meðal ófatlaðra barna.

Fundurinn verður sýndur í beinu streymi og fer Alma D. Möller landlæknir með fundarstjórn. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávarpar fundinn, auk Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Þá ávarpar Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ einnig fundinn. 

Horfa má á beint streymi frá fundinum í spilaranum hér að neðan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×