Viðskipti innlent

Steinunn Hlíf samdi um starfs­lok

Árni Sæberg skrifar
Steinunn Hlíf er hætt hjá Arion banka.
Steinunn Hlíf er hætt hjá Arion banka. Arion banki

Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefur komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum.

„Steinunn Hlíf hefur leitt mikilvægar breytingar þegar kemur að þjónustu bankans og upplifun viðskiptavina. Við höfum byggt sterkan grunn sem mun gegna lykilhlutverki í áframhaldandi þróun þjónustu okkar og upplifun viðskiptavina. Ég þakka Steinunni einstaklega gott samstarf og óska henni velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ er haft eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×