Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um nýjustu verðbólgutölurnar en verðbólga hjaðnaði um eitt prósent á milli mánaða samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Þá tökum við stöðuna á kjaraviðræðunum en boðað hefur verið til fyrsta fundar fulltrúa breiðfylkingarinnar og SA hjá Ríkissáttasemjara á morgun. 

Einnig fjöllum við um snjóflóð sem féll á Súðavíkurhlíð í gærkvöldi en vegurinn til Ísafjarðar var lokaður af þeim sökum fram á morgunn. 

Og að auki ræðum við um nýjan lista Transparancy International en Ísland hefur aldrei mælst eins neðarlega á lista samtakanna sem tekur til spillingar í löndum heims. 

Og í íþróttapakkanum heyrum við í Hákoni Rafni Valdimarssyni sem markverði sem samdi á dögunum við enska úrvalsdeildarliðið Brentford. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×