Körfubolti

Rajon Rondo hand­tekinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rajon Rondo í leik með Los Angeles Lakers á móti hans gömlu félögum í Boston Celtics. Hann varð meistari með báðum félögum.
Rajon Rondo í leik með Los Angeles Lakers á móti hans gömlu félögum í Boston Celtics. Hann varð meistari með báðum félögum. Getty/John McCoy

Rajon Rondo, fyrrum leikmaður í NBA deildinni í körfubolta, var handtekinn í Indiana um helgina.

Rondo komst í kast við lögin fyrir að bera ólöglegt skotvopn og vera með eiturlyf og marijúana á sér. Þetta teljast allt vera smáglæpir.

Hinn 37 ára gamli Rondo var engu að síður færður í fangelsi. Lögreglan hafði fyrst afskipti af honum vegna umferðarlagabrots og lögreglumaðurinn fann þá marijúanalykt sem kallaði á frekari leit í bílnum.

Rondo var færður í fangelsi í Jackson County en losnaði eftir að hann borgaði tryggingu.

Ástæðan fyrir því að hann mátti ekki bera skotvopn er gamalt mál frá 2022 þar sem kona sakaði hann um að hafa ógnað sér með byssu og að hún óttaðist um öryggi sitt og barna sinn þar sem Rondo væri hverfull, óútreiknanlegur og skapmikill.

Konan dró á endanum kæru sína til baka og málið var afgreitt utan réttarsalsins.

Rondo spilaði sextán tímabil í NBA-deildinni en síðasta tímabil hans var 2021-22 þegar hann lék með bæði Los Angeles Lakers og Cleveland Cavaliers. Hann varð meistari með Boston Celtics 2008 og með Lakers 2020.

Rondo var fjórum sinnum valinn í stjörnuleikinn, hann var tvisvar sinum í varnarliði ársins og þrisvar sinnum efstur í stoðsendingum í deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×