Enski boltinn

Xabi Alonso tjáir sig um Liverpool orð­róminn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Xabi Alonso hefur gert frábæra hluti með Bayer Leverkusen.
Xabi Alonso hefur gert frábæra hluti með Bayer Leverkusen. Getty/Maja Hitij

Eftir óvæntu fréttirnar um að Jürgen Klopp var að hætta sem knattspyrnustjóri Liverpool í vor þá hefur Spánverjinn Xabi Alonso verið orðaður við starfið.

Alonso er fyrrum leikmaður Liverpool og er einn mest spennandi ungi knattspyrnustjórinn eftir að hafa gert frábæra hluti með Bayer Leverkusen sem er á toppnum í þýsku deildinni.

Alonso var spurður í dag út í þann möguleika að taka við Liverpool liðinu af Klopp en Fabrizio Romano segir frá svari Spánverjans.

„Það er eðlilegt að fólk sé að velta svona hlutum fyrir sér en minn fókus er hér á Bayer Leverkusen,“ sagði Alonso.

„Ég er mjög ánægður hjá Leverkusen og með mína leikmenn hér,“ sagði Alonso.

„Þetta kom mikið á óvart með Liverpool og ég ber mikla virðingu og hef mikla aðdáun á því sem Jürgen hefur gert hjá Liverpool,“ sagði Alonso.

Leverkusen hefur ekki tapað leik í þýsku deildinni í vetur, er með 15 sigra, 3 jafntefli og 36 mörk í plús í átján leikjum. Liðið er með fjögurra stiga forskot á Bayern München og getur unnið sinn fyrsta Þýskalandsmeistaratitil í sögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×