Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. 
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.  Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um bylinn sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í morgun með tilheyrandi umferðartruflunum. 

Þá fjöllum við um málefni Grindvíkinga en enn er ekki ljóst hvenær bæjarbúar fá að komast heim til sín til að vitja um eigur sínar. 

Þá fræðumst við um Pallborð dagsins sem verður klukkan tvö þar sem rætt verður um Eurovision og deilurnar um þátttöku Ísraela í keppninni. 

Að auki hitum við upp fyrir stærsta þorrablót heims sem fram fer í Fífunni í Kópavogi í kvöld. 

Í íþróttapakka dagsins verður óvænt tilkynning Jurgens Klopp þjálfara Liverpool fyrirferðarmikil en hann greindi óvænt frá því í morgun að hann hyggist hætta með liðið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×