Lífið

Emil Páls­son selur hlý­lega í­búð við Grens­ás­veg

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Eignin er rúmgóð og vel skipulögð á jarðhæð í nýlegu fjölbýlishúsi.
Eignin er rúmgóð og vel skipulögð á jarðhæð í nýlegu fjölbýlishúsi.

Emil Pálsson fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og unnusta hans Sunna Rún Heiðarsdóttir hafa sett fallega tveggja herbergja íbúð við Grensásveg í Reykjavík á sölu.

Um er að ræða rúmlega 80 fermetra íbúð á jarðhæð í nýlegu fjölbýlishúsi. Ásett verð fyrir eignina er 68,9 milljónir.

Húsið var byggt árið 2004.Fasteignaljósmyndun

Íbúðin er vel skipulögð þar sem hver fermeter er vel nýttur.

Eldhúsið er hjarta heimilins þar sem það er opið við borðstofu. Dökkur viður í innréttingunni og eldhúseyju gefur rýminu hlýlegt yfirbragð. Útengt er úr stofu á stóra verönd 

Hjónaherbergi er rúmgott með fataherbergi innan af og útgengi á verönd. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með ljósum flísum og walk in sturtu.

Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.

Eldhús, stofa og borðstofa er samliggjandi í opnu rými. Fasteignaljósmyndun
Í rýminu eru stórir gólfsíðir gluggar. Fasteignaljósmyndun
Eldhúseyjan er í fallegum dökkum við sem gefur rýminu hlýlegt yfirbragð.Fasteignaljósmyndun
Eitt svefnherbergi er í eigninni með fataherbergi.Fasteignaljósmyndun
Baðherbergi er smart og rúmgott.Fasteignaljósmyndun
Þvottahús er innan af baðherberginu.Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×