Handbolti

Myndir frá sögu­legum sigri Ís­lands á Króatíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Björgvin Páll kom, sá og lokaði rammanum.
Björgvin Páll kom, sá og lokaði rammanum. Vísir/Vilhelm

Ísland vann frækinn sigur á Króatíu í milliriðli Evrópumóts karla í handbolta í gær. Sem fyrr var Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, á staðnum og náði því markverðasta á filmu. 

Eftir stór töp gegn Frakklandi og Ungverjalandi ásamt einkar súru tapi gegn Þýskalandi var ekki bjart yfir mannskapnum þegar Ísland mætti Króatíu. Til að bæta gráu ofan á svart voru þeir Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason veikir. Þá fór Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddur af velli snemma leiks og Ýmir Örn Gíslason sá rautt heldur snemma í leiknum.

Þrátt fyrir það sneri íslenska liðið bökum saman og vann það sem reyndist gríðarlega dýrmætur sigur. Bæði fyrir sálartetrið sem og fyrir möguleika Íslands á að komast á Ólympíuleikana. Hér að neðan má sjá myndaveislu frá þessum magnaða sigri.

Strákarnir okkar eru vinsælir þrátt fyrir dapurt gengi.Vísir/Vilhelm
Það var að venju fjöldi Íslendinga í stúkunni.Vísir/Vilhelm
Viggó Kristjánsson í kröppum dansi.Vísir/Vilhelm
Ýmir Örn fékk reisupassann.Vísir/Vilhelm
Snorri Steinn þegar það gekk ekki sem best.Vísir/Vilhelm
Gísli Þorgeir meiddist snemma leiks. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru.Vísir/Vilhelm
Bjarki Már hlýtur að vera með vængi.Vísir/Vilhelm
Snorri Steinn, Óskar Bjarni og allur íslenski bekkurinn fagnar.Vísir/Vilhelm
Ungur nemur, gamall temur.Vísir/Vilhelm
Óðinn Þór og hans gyllta vinstri hendi.Vísir/Vilhelm
Óðinn Þór fagnar.Vísir/Vilhelm
Aron Pálmarsson, fyrirliði lands og þjóðar, lék eins og hann væri áratug yngri.Vísir/Vilhelm
Strákarnir okkar fagna af lífi og sál.Vísir/Vilhelm
Snorri Steinn ræðir við Bjarka Má.Vísir/Vilhelm
Björgvin Páll skemmti sér konunglega.Vísir/Vilhelm
Allur tilfinningaskalinn.Vísir/Vilhelm
Jújú, það var gaman.Vísir/Vilhelm
Gleðin var við völd.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×