Handbolti

Aron og Dagur komnir í undan­úr­slit Asíu­mótsins sem og á HM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dagur er þjálfari Japans.
Dagur er þjálfari Japans. Jean Catuffe/Getty Images

Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðs Barein, og Dagur Sigurðsson, þjálfari Japan, eru báðir komnir í undanúrslit Asíumótsins í handbolta. Að sama skapi eru báðar þjóðir komnar á heimsmeistaramótið sem fram fer í Króatíu, Noregi og Danmörku.

Aron og lærisveinar hans í Barein tryggðu sér sæti í undanúrslitum mótsins með fjögurra marka sigri á Suður-Kóreu í dag, lokatölur 33-29. Sigurinn tryggði efsta sæti milliriðilsins sem Barein var í. Það gaf bæði sæti í undanúrslitum sem og sæti á HM á næsta ári.

Japan hafði þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum en mættu Katar í dag. Leiknum lauk með jafntefli, 28-28, og var það Katar sem tryggði sér toppsæti riðilsins. Það kom þó ekki að sök þar sem Japan er komið í undanúrslit sem og á HM.

Katar mætir Kúveit í undanúrslitum á meðan lið Íslendinganna tveggja mætast í hinum undanúrslitaleiknum.

Þá tryggði Sádi-Arabía sér 9. sæti Asíumótsins með 20 marka sigri á Hong Kong. Erlingur Richardsson þjálfari Sádi-Arabíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×