Innlent

Hestar háma í sig jóla­tré í Þor­láks­höfn

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Katrín Stefánsdóttir hesteigandi og knapi í Þorlákshöfn, sem gefur hestunum sínum meðal annars að éta jólatré þessa dagana.
Katrín Stefánsdóttir hesteigandi og knapi í Þorlákshöfn, sem gefur hestunum sínum meðal annars að éta jólatré þessa dagana. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það eru engu líkara en hestar í Þorlákshöfn séu meðvitaðir um hvað sé góð endurnýting því margir þeirra éta jólatré með bestu lyst.

Hér erum við að tala um Katrínu Stefánsdóttur, sem hefur gert það gott á hestunum sínum í gegnum árin í allskonar keppnum enda hefur hún unnið til fjölda verðlauna á hestum sínum á ýmsum mótum. 

Katrín sem er að verða áttræð gefur hestunum á húsi tvisvar í dag en sem forrétt og stundum eftirrétt fá hestarnir jólatré til að éta.

„Nú eru þeir að rota jólin, éta jólatré. Þeir eru ægilega hrifnir af trjánum og finnst líka gaman að leika sér að þeim. Þetta bætir bara meltinguna en ég hef nú heyrt að sumir segi að þetta fari ekkert vel með þá en þeir eru allir lifandi enn þá,“ segir Katrín hlæjandi.

En heldur þú að nálarnar stingist ekkert í magann á þeim og eitthvað þannig?

„Nei, þeir tyggja þetta allt saman, blessaður. Það er mjög gott fyrir þá að éta eitthvað trefjaríkt og gróft nefnilega.“

Hestarnir eru mjög hrifnir af jólatrjánum, sem þeir fá hjá Katrínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Maður sér að hestamenn eru að gera þetta svolítið að gefa jólatré?

„Já, já, það er bara svoleiðis. Ég hef gert þetta núna í tvö til þrjú ár og þeir eru allir hrifnir af þessu, það er bara svoleiðis,“ segir Katrín alsæl með hestana sína.

Katrín hefur gert það gott í gegnum árin á hestunum sínum á keppnisvellinum þar sem hún hefur unnið til fjölda verðlauna.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×