Handbolti

Slóvenía lætur sig dreyma eftir sigur á Hollandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gašper Marguč fagnar einu af mörkum sínum í dag.
Gašper Marguč fagnar einu af mörkum sínum í dag. Christian Charisius/Getty Images

Sigur Slóveníu á Hollandi í milliriðli Evrópumóts karla í handbolta heldur möguleikum Slóveníu á sæti í undanúrslitum á lífi þó lítill sé. Lokatölur leiksins í dag 37-34 Slóveníu í vil.

Um miðbik fyrri hálfleiks tóku Slóvenar öll völd á vellinum og voru sex mörkum yfir í hálfleik, staðan 19-13 Slóveníu í vil. Munurinn var um tíma í sjö mörk í síðari hálfleik en hægt og rólega tókst Hollendingum að minnka muninn niður og var hann kominn niður í tvö mörk þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks.

Nær komust Hollendingar hins vegar ekki og fór það svo að Slóvenía vann leikinn með þriggja marka mun, lokatölur 37-34.

Gašper Marguč og Kristjan Horžen voru markahæstir í liði Slóveníu með 6 mörk. Hjá Hollandi var Niels Versteijnen í mögnuðu formi en hann skoraði 15 mörk í leik dagsins.

Sigurinn þýðir að Slóvenía er nú í 4. sæti milliriðilsins með 4 stig eftir fjóra leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×