Handbolti

„Vantaði upp á í dag og þeir voru bara betri“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haukur í baráttunni.
Haukur í baráttunni. Vísir/Vilhelm

„Fyrst og fremst svekkjandi að tapa, þeir voru bara betri en við í dag,“ sagði Haukur Þrastarson eftir sjö marka tap Íslands gegn Frakklandi á EM karla í handbolta.

Sigurinn var ef til vill stór en Frakkar skoruðu full auðveld mörk undir lok leiks. Sóknarlega spilaði Ísland nokkuð vel og átti Haukur sinn þátt í því. Varnarlega átti liðið ekki möguleika í ógnarsterkt lið Frakklands.

„Náðum ekki að stoppa þá og þetta var alltof auðvelt fyrir þá, sérstaklega í seinni hálfleik. Náum ekki einu stoppi varnarlega. Erum langt frá þeim, náum ekki að klukka þá og stöðva flæðið þeirra sóknarlega. Fá að gera sína hluti alltof auðveldlega. Það vantaði upp á í dag og þeir voru bara betri.“

„Höfðum trú allan tímann. Mættum í þennan leik til að vinna en það gekk ekki í dag, því miður,“ sagði Haukur aðspurður hvort íslenska liðið hefði ekki trú.

Um eigin frammistöðu

„Fannst ég skulda eftir þegar ég kom inn á síðast. Var klárlega betra en engu að síður er þetta tap og maður er hundsvekktur með það.“

Klippa: Viðtal við Hauk eftir Frakkaleik á EM 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×