Handbolti

Vilja fá Donna inn í liðið: „Mér er skít­sama hvað er ó­sann­gjarnt“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristján Örn, Donni, á að vera búinn að fá tækifæri með liðinu samkvæmt sérfræðingum Besta sætisins.
Kristján Örn, Donni, á að vera búinn að fá tækifæri með liðinu samkvæmt sérfræðingum Besta sætisins. vísir / vilhelm

„Ég hefði viljað sjá Donna með í þessu,“ sagði Einar Jónsson í síðasta hlaðvarpsþætti Besta sætisins eftir leik Íslands gegn Þjóðverjum.

Einar og Bjarni Fritzson settust niður með Aroni Guðmundssyni og fóru yfir allt það helsta úr leik íslenska liðsins. Þar á meðal var rætt um hægri skyttu stöðuna þar sem Ómar Ingi Magnússon og Viggó Kristjánsson hafa leikið á mótinu.

„Ég held að þetta sé bara svakalega erfitt því þú ert með Ómar, sem er búinn að vera besti leikmaðurinn okkar og einn besti leikmaður heims í nokkur ár, og svo ertu með Viggó, sem er einhvernveginn alltaf góður þegar hann kemur inn á. Alltaf solid. Hann bara spilar góða vörn og kemur það gerist ekkert slæmt þegar hann kemur inn á,“ sagði Bjarni.

„Þannig að ef þí værir að fara að setja Donna [Kristján Örn Kristjánsson] inn á þá væri það svo ósanngjarnt gagnvart Viggó,“ bætti Bjarni við, en Einar var örlítið harðari í sinni orðræðu.

„Mér er skítsama hvað er ósanngjarnt,“ sagði Einar. „Og ekkert bara varðandi Viggó. Ómar er alveg inni í því mengi líka,“ bætti Einar við. 

Hlusta má á umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um hægri skyttu stöðuna hefst eftir um það bil 34 mínútur.

Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×