Handbolti

Anton og Jónas dæma ekki meira á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson eru okkar fremsta dómarapar.
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson eru okkar fremsta dómarapar. vísir/hulda margrét

Þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa lokið leik á Evrópumótinu í handbolta karla.

Þetta staðfesti Anton við handbolta.is í dag. Þeir Jónas eru því á heimleið frá Þýskalandi þar sem EM fer fram. Líkt og helmingur liðanna 24 sem tóku þátt á EM eru nokkur dómarapör einnig á förum frá Þýskalandi.

Anton og Jónas dæmdu tvo leiki í riðlakeppninni á EM, leik Bosníu og Hollands annars vegar og leik Tékklands og Grikklands hins vegar.

Þeir félagar hafa dæmt á þremur Evrópumótum í röð en Anton dæmdi einnig á EM 2012 með Hlyni Leifssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×