Innlent

Ljós­myndir úr flugi RAX yfir Grinda­vík

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Húsin þrjú í ljósum logum.
Húsin þrjú í ljósum logum. RAX

Ljósmyndarinn RAX flaug yfir gosstöðvarnar við Grindavík í dag og myndaði sprungurnar og þann hluta bæjarins þar sem hraun flæðir nú. 

Eldgos hófst norðan við Grindavík um áttaleytið í morgun. Rýming úr bænum gekk vel en ljóst er að hamfarirnar eru miklar. Fréttastofa hefur haldið uppi fréttavakt síðan á fimmta tímanum í morgun þegar ljóst var að eldgos væri yfirvofandi. Fréttavaktina má nálgast hér að neðan.

Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, flaug yfir svæðið í dag og myndaði gossprungurnar og hraunflæðið sem náð hefur inn í bæinn og yfir Grindavíkurveg. Myndirnar má sjá hér að neðan. 

Grindavík úr fjarlægð.RAX
Hús í ljósum logum, séð ofan frá. RAX
Hraunflæði í upphafi goss mældist nærri hundrað rúmmetrar á sekúndu. Til sambanburðar mældist það um þrjú hundruð rúmmetrar á sekúndu í upphafi síðasta goss. RAX
Rafmagnslaust hefur verið í bænum í dag.RAX
Íbúðarhús í ljósum logum. RAX
Gossprungan í sólarlaginu.RAX
Gosið frá sjónarhorni Svartsengis. RAX
Sprungan er sögð um kílómetri að lengd.RAX
Hús við Efrahóp urðu undir hraunrennslinu. RAX
Hraði hraunflæðis er ekki sagður mikill, en er mestur í miðjum hrauntungum.RAX
„Þetta er hræðilegt að sjá. Ég þekki þessi hús mjög vel, ég sé næstum í húsið mitt,“ sagði Fannar Jónsson þegar honum voru sýndar myndir af seinni sprungunni. Hraunflæði úr henni hefur valdið eyðileggingu margra húsa.RAX


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×