Fótbolti

Vinicius sá um Barcelona í úr­slitum Ofur­bikarsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Real fagna.
Leikmenn Real fagna. Yasser Bakhsh/Getty Images

Real Madríd fór létt með erkifjendur sína í Barcelona í úrslitum spænska Ofurbikarsins, lokatölur 4-1 þar sem Brasilíumaðurinn Vinicius Junior skoraði þrennu.

Börsungar hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar á tímabilinu en það var þó búist við nokkuð jöfnum leik, annað kom á daginn. Vini Jr. kom Real yfir eftir undirbúning Jude Bellingham á 7. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Vini Jr. með markið eftir undirbúning samlanda síns Rodrygo.

Robert Lewandowski minnkaði muninn fyrir Barcelona á 33. mínútu en ekki löngu síðar fékk Real vítaspyrnu. Vini Jr. fór á punktinn og kom Real í 3-1 áður en fyrri hálfleik var lokið.

Eftir um klukkustundarleik bætti Rodrygo við fjórða marki Real og skömmu síðar fékk Ronald Araujo sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði Barcelona.

Lokatölur í Sádi-Arabíu 4-1 Real Madríd í vil og liði því spænskur Ofurbikarmeistari árið 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×