Innlent

3,4 stiga skjálfti við Bárðar­bungu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Skjálftinn varð suðaustur við Bárðarbungu.
Skjálftinn varð suðaustur við Bárðarbungu. Vísir/RAX

Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist í dag við Bárðarbungu. Hann varð 4,8 kílómetrum suðaustur af Bárðarbungu klukkan 15:23.

Skjálftinn varð á um hundrað metra dýpi samkvæmt vef Veðurstofunnar.

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir skjálftann hafa verið á bilinu 3,1 og 3,4 en að líklegast sé að hann hafi verið 3,4 að stærð. Hann segir jafnframt að slíkir skjálftar séu mjög algengir við Bárðarbungu.

Síðast þegar slíkur skjálfti varð var þann 11. janúar og var 3,2 að stærð.

Hann er á milli 3,1 og 3,4. Hann er eflaust 3,2 af stærð. Það er mjög algengt að það verði skjálftar af þessari stærð við Bárðarbungu. Þetta er í rauninni ekki stór skjálfti miðað við Bárðarbungu. Það var síðast 11. janúar sem var 3,2 af stærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×