Innlent

Hátt í tvö þúsund manns mættu í samstöðugöngu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mótmælendur með blys.
Mótmælendur með blys. Askur Hrafn

Fjölmenn samstöðuganga fyrir Palestínu var gengin niður Laugaveg í dag. Skipuleggjendur telja að hátt í tvö þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni, sem endaði með samstöðufundi á Austurvelli.

Gangan er sú  sjöunda sem gengin er síðan stríðið á Gasa hófst 7. október. Mótmælendur kröfðust þess meðal annars að íslensk stjórnvöld lýstu yfir stuðningi með kæru Suður-Afríku gegn Ísrael, sem nú er tekin fyrir í alþjóðadómstólnum í Haag. Gengið var frá utanríkisráðuneytinu niður á Austurvöll.

„Fjölskyldusameiningar strax! Alþjóðlega vernd fyrir Palestínufólk strax! Vopnahlé strax! Slítið stjórnmálasambandi við Ísrael! Beitið viðskiptaþvingunum á Ísrael!“ voru aðrar kröfur mótmælenda. 

„Okkar börn!“ Meira en tíu þúsund börn hafa látist á Gasa frá upphafi stríðs samkvæmt tölum Barnaheilla. Askur Hrafn
„Vopnahlé strax!“Askur Hrafn
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína niður í bæ í dag.Askur Hrafn
Mótmælandi veifar íslenska fánanum. Askur Hrafn
Svo voru sungnir baráttusöngvar.Askur Hrafn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×