Fótbolti

Barcelona mætir Real Madríd í úr­slitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Börsungar fagna.
Börsungar fagna. Yasser Bakhsh/Getty Images

Barcelona er komið í úrslit spænska Ofurbikarsins eftir 2-0 sigur á Osasuna. 

Í gær bar Real Madríd sigurorð af nágrönnum sínum í Atlético Madríd í hörkuleik, lokatölur 5-3. Leikur kvöldsins í Riyadh í Sádi-Arabíu var hins vegar ekki alveg jafn fjörugur og leikur gærkvöldsins.

Börsungar stilltu upp sínu sterkasta liði og höfðu mikla yfirburði frá upphafi til enda. Það gekk hins vegar illa að koma knettinum í netið og staðan því markalaus í hálfleik. 

Á endanum var aðeins eitt mark skorað, í venjulegum leiktíma hið minnsta. Það gerði  Robert Lewandowski á 59. mínútu eftir undirbúning İlkay Gündoğan.

Í uppbótartíma kom svo markið sem gulltryggði sigurinn og sætið í úrslitum. Lamine Yamal skoraði þá eftir undirbúning João Félix.

Lokatölur 2-0 og verður því El Clásico í úrslitum þegar Barcelona og Real Madríd mætast.


Tengdar fréttir

Sjálfsmörk til skiptis í framlengdum leik

Nágrannaliðin Atleticó og Real Madrid mættust fjarri heimahögum sínum þegar liðin kepptu í undanúrslitaleik spænska ofurbikarsins, sem fór fram í Sádí-Arabíu. Real unnu að endingu 5-3 eftir framlengdan leik þar sem tvö sjálfsmörk voru skoruð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×