Fótbolti

Fyrstu landsleikir ársins í beinni út­sendingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eggert Aron Guðmundsson sló í gegn í Bestu deildinni í sumar og með 19 ára landsliðinu. Nú fær hann tækifæri með A-landsliðinu.
Eggert Aron Guðmundsson sló í gegn í Bestu deildinni í sumar og með 19 ára landsliðinu. Nú fær hann tækifæri með A-landsliðinu. Getty/Seb Daly

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar fyrstu landsleiki sína á árinu í Bandaríkjunum á næstunni og fótboltaáhugafólk getur horft á þá báða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Íslensku strákarnir mæta þarna landsliðum Gvatemala og Hondúras í þessari ferð en hópinn skipa leikmenn sem spila á Íslandi og á Norðurlöndunum þar sem þetta er ekki landsleikjagluggi hjá FIFA.

Báðir leikirnir fara fram á DRV Pink Stadium í Fort Lauderdale í Flórída fylki.

Leikirnir verða báðir sýndir í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Sá fyrri á móti Gvatemala klukkan 23.30 á íslenskum tíma, laugardagskvöldið 13. janúar en sá síðari á móti Hondúras klukkan 00.30 eftir miðnætti að íslenskum tíma, miðvikudagskvöldið 17. janúar.

Gylfi Þór Sigurðsson, Sævar Atli Magnússon og Valgeir Lunddal Friðriksson voru allir valdir í upphaflega hópinn en duttu út vegna meiðsla. Inn fyrir þá komu Birnir Snær Ingason, Jason Daði Svanþórsson og Logi Hrafn Róbertsson. Birnir Snær og Logi Hrafn eru báðir nýliðar.

Aðrir nýliðar í hópnum eru Lukas J. Blöndal Petersson, Anton Logi Lúðvíksson, Brynjólfur Darri Willumsson, Eggert Aron Guðmundsson og Hlynur Freyr Karlsson. Það verður gaman að sjá hvað þessi strákar gera í frumraun sinni í íslenska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×