Fótbolti

C-deildar­lið sló Villareal úr leik sóla­hring eftir að leikurinn hófst

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það var vel mætt á leikinn.
Það var vel mætt á leikinn. @UnionistasCF

Unionistas de Salamanca, sem spilar í C-deild spænsku knattspyrnunnar, gerði sér lítið fyrir og sló efstu deildarlið Villareal úr leik í spænska Konungsbikarnum í kvöld. Um var að ræða leik í 32-liða úrslitum sem hófst ótrúlegt en satt í gær.

Leik liðanna í gær var frestað þar sem flóðljós vallarins biluðu. Leikurinn var loks kláraður í dag og voru það heimamenn í Salamanca sem sigruðu í vítaspyrnukeppni.

Ilias Akhomach kom Villareal yfir þegar aðeins átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Skömmu síðar fengu heimamenn vítaspyrnu sem Alfred Planas jafnaði metin úr, lokatölur 1-1 og því þurfti að framlengja.

Hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingu og réðist leikurinn því í vítaspyrnukeppni. Þar skoruðu heimamenn úr sjö spyrnum en Villareal aðeins sex og það er því Salamanca sem er komið áfram í spænsku bikarkeppninni.

Salamanca er í 13. sæti síns riðils í C-deildinni en henni er skipt upp í tvo riðla. Villareal er á sama tíma í 13. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar.

Hér að neðan má sjá fagnaðarlæti Salamanca þegar leikmaður Villareal skýtur yfir og tryggir þar með C-deildarliðinu sæti í 16-liða úrslitum þar sem liðið mætir Spánarmeisturum Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×