Erlent

Morri­son harmi lostinn eftir að eigin­konan fannst látin

Magnús Jochum Pálsson skrifar
James Morrison og Gill Catchpole áttu tvær dætur saman.
James Morrison og Gill Catchpole áttu tvær dætur saman. Facebook

Gill Catchpole, kaffihúsaeigandi og eiginkona enska tónlistarmannsins James Morrison, fannst látin á heimili þeirra í Gloucesterskíri á föstudag. Hún var aðeins 45 ára gömul að aldri.

Gula pressan í Bretlandi greinir frá sviplegu andláti Catchpole en að sögn heimildamanna er ekki talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Hinn 39 ára gamli Morrison átti tvær dætur með Catchpole, hina fimmtán ára Elsie og hina fimm ára Ödu.

Morrison skaust upp á stjörnuhimininn árið 2006 þegar hann sendi frá sér fyrstu stuttskífuna sína, You Give Me Something. Hann hefur síðan þá gefið út fjölda gríðarvinsælla popplaga, þar á meðal slagarann Broken Strings sem má hlusta á hér að neðan: 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×