Innlent

Hellti bensíni yfir fjóra bíla í Kópa­vogi og kveikti í

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Myndefni náðist af verknaðinum á öryggismyndavél.
Myndefni náðist af verknaðinum á öryggismyndavél. Skjáskot

Lögregla leitar að manni sem kveikti í fjórum bílum á bílastæði við Smiðjuveg í Kópavogi í nótt. Maðurinn náðist á öryggismyndavél hella úr bensínbrúsa yfir bíla og kveikja í þeim einum af öðrum.

Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.

Í gærkvöldi greindi Vísir frá því að kveikt hafi verið í þremur mannlausum bílum, þeir reyndust svo vera fjórir, fyrir framan bifvélaverkstæði og að slökkviliðið hafi komið á vettvang og slökkt eldinn. Að sögn Bjarna Ingimarssonar var tilkynnt um eldinn um níuleytið en að eldurinn hafi ekki verið mikill. Eldurinn logaði bara utan á bílunum og á dekkjunum.

Myndefni úr öryggismyndavél af atvikinu var birt af manni að nafni Dovydas Riškus á Facebook-hópinn Brask og brall og hefur það vakið mikla athygli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×