Innlent

Gæslu­varð­hald vegna skotárásar fram­lengt

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild annast rannsókn á skotárásinni.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild annast rannsókn á skotárásinni. Vísir/Arnar

Gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem hleyptu af skotum inni í íbúð í Hafnarfirði á aðfangadegi hefur verið framlengt um eina viku.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Áður hefur komið fram að heimilisfólk hafi verið á staðnum þegar árásin átti sér stað en að enginn hafi slasast.

Mikill viðbúnaður lögreglu var á vettvangi. Þrír voru upprunalega handteknir en þriðja manninum var sleppt þann 27. desember. Rannsókn málsins er í fullum gangi en gæsluvarðhaldið rennur að óbreyttu út þann 11. janúar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×