Sport

Heiðursstúkan: „Þetta er Davíð á móti Golíat“

Sindri Sverrisson skrifar
Það var létt yfir mönnum í Heiðursstúkunni að vanda.
Það var létt yfir mönnum í Heiðursstúkunni að vanda. Stöð 2 Sport

Gleðin var við völd þegar tveir af helstu NFL-sérfræðingum landsins mættu í Heiðursstúkuna og spreyttu sig á alls konar spurningum tengdum NFL-deildinni.

Heiðursstúkan er sportspurningaþáttur í umsjón Jóhanns Fjalars Skaptasonar þar sem eitt þema er tekið fyrir í hverjum þætti.

Í fjórða þætti af seríu tvö, sem sjá má hér að neðan, mættust þeir Andri Ólafsson, stjórnandi Lokasóknarinnar á Stöð 2 Sport 2, og einn af sérfræðingum hans þar, Magnús Sigurjón Guðmundsson.

„Mér líður bara ekkert vel. Þetta er Davíð á móti Golíat. Stjórnandi Lokasóknarinnar, efstur í tippleiknum á meðan ég er neðstur. Svo er ég með tveimur huggulegum mönnum. Litli ljóti andarunginn. Þetta byrjar ekki vel,“ grínaðist Magnús í upphafi þáttar en Andri gaf lítið fyrir þessi orð:

„Byrjar á að spila sig lítinn. Við tökum ekki mark á þessu,“ sagði Andri en flestum er sjálfsagt kunnugt um hvernig sagan um  Davíð og Golíat, nú eða Litla ljóta andarungann, endar. Hver raunin varð að þessu sinni má sjá í þættinum hér að neðan.

Klippa: Heiðursstúkan sería 2: NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×