Lífið

Dóttir Helga í Góu selur höll í Hafnar­firði

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Rut er yngst þriggja systra, oft kenndar við Góu og KFC.
Rut er yngst þriggja systra, oft kenndar við Góu og KFC.

Við Erluás 58 í Hafnarfirði er fallegt og tignarlegt einbýlishús á tveimur hæðum til sölu. Húsið var byggt árið 2002 og hefur verið vel við haldið síðastliðin ár. Ásett verð fyrir eignina er 199 milljónir.

Eigendur hússins eru hjónin Rut Helgadóttir og Jóhann Ögri Elvarsson. Rut er dóttir Helga Vilhjálmssonar, sem oft er kenndur við Góu og skyndibitakeðjuna KFC.

Húsið er 263 fermetra með góðri loft­hæð og ein­stöku út­sýni. 

Húsið er staðsteypt á tveimur hæðum.Remax

Á efri hæð hússins er stórt og bjart alrými sem samanstendur af stofu, borðstofu og eldhúsi. Í stofu eru stórir gólfsíðir gluggar og aukin lofthæð. Þaðan er útgengi á rúmgóðar svalir sem snúa í suðvestur. 

Dökk eikar inn­rétt­ing prýðir eld­húsið með stein á borðum og góðri eyju með góðri vinnuaðstöðu. 

Eldhús, stofa og borðstofa er í opnu og björtu rými á efri hæð hússins. Remax

Líkt og meðfylgjandi myndir sýna er húsið fallega innréttað á mínimalískan máta þar sem mublum eftir þekkta hönnuði fá að njóta sín.

Þar má nefna Eggið hannað af danska hönnuðinum Arne Jacobsen, Mammoth- chair og skemill í svörtu leðri eftir dönsku hönnuðina, Knut Bendik Humlevik og Rune Krøjgaard, sem prýða stofuna. 

Í eldhúsinu eru fjórir klassískir Eames stólar í svörtu, hannaðir af hjónunum Ray og Charles Eames. 

Eldhúsið er rúmgott og stílhreint.Remax
Við eyjuna eru þrír svartar stólar frá merkinu Rexite. Hannaðir af Raul Barbieri árið 2001.Remax

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×