Innlent

Byssumanna enn leitað eftir á­rás á að­fanga­dag

Jón Þór Stefánsson skrifar
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, segir nokkuð skýrt hvað hafi átt sér stað.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, segir nokkuð skýrt hvað hafi átt sér stað. Vísir/Arnar

Tveggja manna, sem grunaðir eru um skotárás í heimahúsi í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld, er enn leitað. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við fréttastofu.

„Við erum að vinna eftir upplýsingum sem við höfum aflað undanfarna daga,“ segir hann.

„Það er sæmilega skýrt það sem gerðist þarna, en engu að síður þarf að hafa uppi á mönnunum.“

Grímur segir að komið hafi til tals að lýsa eftir mönnunum. Mögulega verði það gert síðar í dag.

Greint hefur verið frá því að heimilisfólk hafi verið á staðnum þegar árásin átti sér stað, en að enginn hafi slasast. Þá hafi lögregla vopnast og verið með mikinn viðbúnað vegna málsins.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×