Innlent

Einn hand­tekinn vegna skotárásarinnar á að­fanga­dags­kvöld

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Lögregla var með mikinn viðbúnað vegna árásarinnar.
Lögregla var með mikinn viðbúnað vegna árásarinnar. Vísir/Vilhelm

Einn var handtekinn í gær vegna skotárásarinnar sem gerð var á aðfangadagskvöld þegar tveir menn réðust inn í íbúð í Hafnarfirði og hleyptu af skotum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að viðkomandi hafi verið sleppt skömmu síðar. Rannsókn sé enn í fullum gangi vegna málsins. 

Frekari upplýsingar verði ekki veittar að svo stöddu.

Í fréttatilkynningu frá lögreglu sem birt var í gær segir að heimilisfólk hafi verið á staðnum en enginn hafi slasast. Þá segir að lögregla hafi vopnast og verið með mikinn viðbúnað. Rannsókn málsins sé í fullum gangi.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×