Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12. vísir

Tekin hefur verið ákvörðun um að aflétta óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi. Óvissa í veðurspám fyrir annað kvöld gæti þó sett strik í reikninginn. Áfram er óvissustig á Vestfjörðum.

Lögregla rannsakar nú skotárás sem varð í íbúð í Hafnarfirði í gærkvöld. Mikill viðbúnaður var á svæðinu en enginn slasaðist.

Sjötíu manns hið minnsta létust í loftárásum Ísraelsmanna á Al-Maghazi flóttamannabúðirnar á Gasa-ströndinni á aðfangadagskvöld. Rúmlega 20 þúsund manns hafa fallið á Gasa frá því stríð hófst.

Þá forvitnumst við um manninn sem Repúblikanaflokkurinn í Flórída hafði valið til að leiða flokkinn í gegnum forsetakosningarnar og heyrum frá guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×