Innlent

Skot­á­rás í gær­kvöldi til rann­sóknar hjá lög­reglu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Lögregla var samkvæmt tilkynningu með mikinn viðbúnað.
Lögregla var samkvæmt tilkynningu með mikinn viðbúnað. Vísir/Vilhelm

Lögregla rannsakar nú mál frá því í gærkvöldi þegar tveir menn komu inn í íbúð í Hafnarfirði og hleyptu af skotum.

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að heimilisfólk hafi verið á staðnum en enginn hafi slasast. 

Þá segir að lögregla hafi vopnast og verið með mikinn viðbúnað. Rannsókn málsins sé í fullum gangi. Frekari upplýsingar verði ekki veittar að svo stöddu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×