Innlent

Appel­sínu­gul við­vörun á Vest­fjörðum

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Veðrið á aðfangadag verður ekki spennandi á vestanverðu landinu.
Veðrið á aðfangadag verður ekki spennandi á vestanverðu landinu. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun á Vestfjörðum sem tekur gildi klukkan fimm í fyrramálið. Víðtækar samgöngutruflanir eru taldar líklegar. 

Búast má við norðan stormi vindhraða á bilinu 18-25 metrum á sekúndu og mjög hvöss­um og var­huga­verðum vind­hviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 metrum á sekúndu. Þetta kemur fram í færslu á vef Veðurstofunnar. Áður hafði verið gefin út viðvörun vegna mikillar hættu á snjóflóði á morgun. 

Í færslunni segir að einnig sé spáð talsverðri eða mikilli snjókomu og éljagangi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Víðtækar samgöngutruflanir eru líklegar og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Ekki hægt að sinna mokstri

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að líklega verði ekki hægt að sinna mokstri á því svæði meðan veður gengur yfir. Það er því hætt við að ekki verði mokað milli þéttbýliskjarna á Vestfjörðum á morgun. Staðan verður endurmetin kl. 9 í fyrramálið.

Varðskipið Freyja er væntanlegt upp úr hádegi til Ísafjarðar þar sem það verður til taks á meðan versta veðrið gengur yfir. 


Tengdar fréttir

Gular viðvaranir á öllu vestanverðu landinu á aðfangadag

Gul viðvörun tekur gildi klukkan níu á Suðurlandi. Snjókoma og hugsanlegur skafrenningur geta leitt til erfiðra aksturskilyrða, sér í lagi undir Eyjafjöllum og á veginum við Reynisfjall. Á morgun, aðfangadag verða gular viðvaranir í gildi á öllu vestanverðu landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×