Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Telma Tómasson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður sagt frá því að fyrsti fundur nýrrar breiðfylkingar langflestra félaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins fór fram hjá ríkissáttasemjara í morgun. Samningsaðilar segja mikla samstöðu um að ná samningum, sem stuðla að hjöðnun verðbólgu, hratt og vel.

Farið verður yfir stöðuna á Reykjanesskaga, en skýrt landris er við Svartsengi samkvæmt GPS mælum á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þrjár sviðsmyndir í boði en að erfitt sé að segja til um það hvað gerist næst. Enn sé nokkur hætta á svæðinu. 

Fjallað verður um mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, en synir hennar þrír eru allir komnir í umsjá föður síns í Noregi. 

Þá verður farið yfir jólaveðrið og horft til fjalla, en skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. 

Íþróttir verða á sínum stað en þar ber hæst umfjöllun um kjör á íþróttamanni ársins, sem er sögulegt að þessu sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×