Innlent

Gosinu við Sund­hnúks­gíga lokið

Telma Tómasson og Atli Ísleifsson skrifa
Gosið við Sundhnúksgíga hófst klukkan 22:17 að kvöldi 18. desember.
Gosið við Sundhnúksgíga hófst klukkan 22:17 að kvöldi 18. desember. EPA

Gosinu við Sundhnúksgíga er lokið. Slokknað er í öllum gígum, en glóð er enn sjáanleg. Erfitt er þó að segja til um framhaldið.

Þetta segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. 

Flogið var yfir svæðið í morgun og lauk fundi sérfræðinga á Veðurstofu Íslands og almannavarna á tólfta tímanum.

Gosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni að kvöldi 18. desember. Gosið byrjaði af miklum krafti og fyrirvarinn á því var mjög skammur. Það liðu um 90 mínútur frá því að fyrstu merki sáust og þangað til að gos hófst. Gosið er á kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember og er talið að kvikan komi undan Svartsengi þar sem land hafi risið ítrekað frá 2020.

Virknin var mikil fyrsta sólarhringinn en hratt dró úr virkninni og dottið niður seint í nótt eða mjög snemma í morgun. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×