Innlent

Vilja ná tali af manni sem ók á barn á Sel­fossi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Atvikið sem málið varðar átti sér stað á Selfossi.
Atvikið sem málið varðar átti sér stað á Selfossi. Vísir/Arnar

Lögreglan á Suðurlandi vill komast í samband við ökumann bifreiðar sem ók utan í barn á Selfossi í morgun.

Óhappið átti sér stað milli klukkan átta og níu í morgun á umferðarljósum við gatnamót Tryggvagötu og Engjavegar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en þar er tekið fram að ökumaðurinn hafi stöðvað bifreið sína og athugað með barnið. Þó hafi ljáðst að fá upplýsingar um ökumanninn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×