Innlent

Þetta eru sorpfréttir ársins

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Líklega ódæmigerðasti annáll ársins. Tilefnið er ærið enda hafa Íslendingar sjaldan tuðað jafn mikið yfir sorpi eins og á árinu sem er að líða. 
Líklega ódæmigerðasti annáll ársins. Tilefnið er ærið enda hafa Íslendingar sjaldan tuðað jafn mikið yfir sorpi eins og á árinu sem er að líða.  vísir/sara

Íslendingar tuðuðu sem aldrei fyrr yfir sorpmálum á árinu sem er að líða. Nýjar margskiptar sorptunnur vöfðust fyrir fólki sem er enn að reyna að muna hvort snakkpokinn fari í plast- eða pappatunnuna.

Árið hófst á yfirfullum ruslatunnum í Reykjavík, illa var vegið að ríkum og frekum karlmönnum og flokkaðar mjólkurfernur brenndar í sementsverksmiðju. Já og grenndargámarnir, þeir voru alltaf troðfullir. Þetta eru sorpfréttir ársins.

Klippa: Annáll 2023 - Rusl

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið í desember. Hörðustu deilur ársins verða til umfjöllunar í næsta annál, sem birtist hér á Vísi á föstudag.


Tengdar fréttir

Eldar í ósamþykktu íbúðarhúsnæði og álag á rannsóknardeildinni

Hver eldurinn kviknaði á fætur öðrum í ósamþykktu íbúðarhúsnæði, sem leiddi til þess að fleiri en einn týndi lífi. Svo margir voru drepnir á árinu að miðlæg rannsóknardeild lögreglu hafði í sumar þrjú manndrápsmál til rannsóknar í einu. Hér verður farið yfir helstu verkefni viðbragðsaðila á árinu, sem er að líða. 

Á tæpasta vaði: Deilur og drama á stjórnarheimilinu

Viðburðaríkt ár er að baki á sviði stjórnmálanna og ólga er kannski orð sem nær ágætlega utan um það. Ólga vegna kjaramála, verðbólgu, hvalveiða, laxeldis, stríðsreksturs á Gasa, bankasölu og í sjálfu stjórnarsamstarfinu. Við förum yfir liðið ár sem einkennist af deilum og dramatík.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×