Erlent

Mót­mæli á götum Tel Avív eftir að þrír gíslar voru ó­vart drepnir

Árni Sæberg skrifar
Ísraelsmenn eru ekki ánægðir með herinn eftir að hann drap þrjá gísla óvart.
Ísraelsmenn eru ekki ánægðir með herinn eftir að hann drap þrjá gísla óvart. Alexi J. Rosenfeld/Getty

Mótmæli fara nú víða fram í Tel Avív í Ísrael þar sem þess er krafist að yfirvöld geri meira til að endurheimta gísla frá Gasa svæðinu.

Mótmælin brutust út eftir að Ísraelsher drap óvart þrjá gísla á Gasa svæðinu í gær. Forsætisráðherra landsins, Benjamín Nethanjahú, lýsir dauðsföllunum sem óbærilegum harmleik.

Þá hafa Bandaríkjamenn hvatt vini sína í Ísreal til þess að sýna stillingu í hernaðaraðgerðum sínum á Gasaströndinni.

Jake Sullivan, fulltrúi þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, og Joe Biden Bandaríkjaforseti hafa verið reynt að fá Ísraela til að halda aftur af sér í sprengjuárásunum á Gasa en Netanjahú ítrekaði við Sullivan í gær að stríðinu verði haldið áfram uns algjör sigur sé í höfn.


Tengdar fréttir

Ísraelskir hermenn drápu þrjá gísla

Ísraelski herinn drap í dag þrjá gísla sem voru í haldi Hamas-liða. Samkvæmt talsmönnum ísraelska hersins var um mistök að ræða og að hermennirnir hafi staðið í trú um að gíslarnir væru ógn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×