Sport

Dag­skráin í dag: HM í pílukasti, ítalski boltinn, NBA og NHL

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gary Anderson mætir til leiks á heimsmeistaramótinu í pílukasti í dag.
Gary Anderson mætir til leiks á heimsmeistaramótinu í pílukasti í dag. Pieter Verbeek/BSR Agency/Getty Images

Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á beinar útsendingar frá pílukast, fótbolta, körfubolta og íshokkí á þessum fína laugardegi.

Við hefjum leik klukkan 12:25 á Vodafone Sport þegar annar dagur heimsmeistaramótsins í pílukasti fer af stað. Heimsmeistaramótið hefur verið órjúfanlegur hluti af jólunum undanfarin ár og árið 2023 er engin undantekning.

Klukkan 13:50 er svo komið að beinni útsendingu frá viðureign Lecce og Frosinone í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Serie A, á Stöð 2 Sport 2. Napoli og Cagliari eigast svo við á sömu rás klukkan 16:50 áður en Torino tekur á móti Empoli klukkan 19:35.

Milwaukee Bucks tekur svo á móti Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta klukkan 23:00 á Stöð 2 Sport 2 og klukkan 00:05 eftir miðnætti mætast Bruins og Rangers í NHL-deildinni í íshokkí á Vodafone Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×