Inter getur ekki tapað og er á­fram á toppnum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Lautaro Martinez fagnar marki sínu í kvöld.
Lautaro Martinez fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty

Inter er áfram á toppi Serie A á Ítalíu eftir góðan útisigur í Rómarborg í kvöld. Inter hefur ekki tapað leik í ítölsku deildinni síðan í september.

Inter mætti til Rómaborgar í leik gegn Lazio sem topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðið var einu stigi á undan Juventus sem mistókst að taka toppsætið með því að gera aðeins jafntefli gegn Genoa á föstudag.

Lautaro Martinez kom Inter í forystu á 40. mínútu og staðan í hálfleik var 1-0. Hinn franski Marcus Thuram skoraði annað mark Inter á 66. mínútu eftir sendingu Nicola Barella og sigurinn í seilingarfjarlægð.

Manuel Lazzari fékk rautt spjald í liði Lazio þremur mínútum fyrir leikslok en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki. Lokatölur 2-0 og Inter nú með fjögurra stiga forystu á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur ekki tapað deildar- eða Evrópuleik síðan í september þegar liðið beið lægri hlut gegn Sassuolo. 

Lazio er í tómu brasi og er í 12. sæt. Heldur betur farið að hitna undir Maurizio Sarri knattspyrnustjóra.

Ekki gekk betur hjá hinu Rómarliðinu. Lærisveinar Jose Mourinho í Roma voru í heimsókn í Bologna og þurftu að sætta sig við 2-0 tap. Nikola Moro skoraði fyrra mark Bologna og seinna markið var sjálfsmark Rasmus Kristiansen. Roma situr í 7. sæti Serie A en Bologna í 4. sæti.

Úrslit dagsins á Ítalíu:

AC Milan - Monza 3-0

Fiorentina - Hellas Verona 1-0

Udinese - Sassuolo 2-2

Bologna - Roma 2-0

Lazio - Inter 0-2

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira